Innlent

Listamenn fá bætur vegna skemmda á verkum

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málum sem listamennirnir Rúrí og Bjarni Sigurbjörnsson höfðuðu á hendur ríkinu vegna skemmda sem urðu á listaverkum þeirra sem sett voru upp á Þingvöllum árið 2000 í tengslum við Kristnihátíð. Ríkið samdi við listamennina fyrir hátíðina um að fá að sýna verk þeirra og ákvað svo að framlengja sýninguna án þess að bera það undir listamennina en á þeim tíma skemmdust verkin í hvassviðri. Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna þessa og því ber ríkinu að greiða þeim samtals tvær komma sex milljónir auk vaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×