Innlent

Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum. Þetta þýðir að Sigurður Tómas getur farið með alla fjörutíu ákæruliðina úr ákæru efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, bæði þá þrjátíu og tvo sem Hæstiréttur vísaði frá og þá átta sem enn eru til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×