Lífið

Frosnu tærnar tilnefnd til verðlauna Vestnorræna ráðsins

Skáldsagan Frosnu tærnar eftir Sigrúnu Eldjárn hefur verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til barna- og unglingabókaverðlaunaVestnorræna ráðsins árið 2006.

Grænlenska dómnefnd verðlaunanna hefur tilnefnt barnabókina Jólasveinninn og litlu sveinarnir eftir Grethe Guldager sem Nuka Godfredsen hefur myndskreytt. Þá er bókin H undur, köttur og mús eftir Bárð Oskarsson tilnefnd til verðlaunanna fyrir hönd Færeyja .

Verðlaunin ve rða veitt einni af þessum bókum í ágúst 2006 og hlýtur verðlaunahafinn rúmlega 600.000 þúsund íslenskar krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×