Innlent

Formannsskipti í Mosfellsbæ

Bjarki Bjarnason tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði af Ólafi Gunnarssyni á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Ólafur hafði gegnt formennsku frá stofnun félagsins árið 2001.

Auk Bjarka sitja í stjórn Jóhanna B. Magnúsdóttir og Katrín Sif Oddgeirsdóttir að því er fram kemur á vef Vinstri-grænna. Eitt verkefna stjórnar er að undirbúa framboð undir merkjum Vinstri-grænna við næstu bæjarstjórnarkosningar. Síðast bauð flokkurinn fram G-lista í samstarfi við Samfylkinguna en nokkuð er síðan Samfylkingin ákvað að hún myndi ekki halda því starfi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×