Viðskipti innlent

Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE

Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington.

Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir Kári Stefánsson það mikinn heiður að bjóða Lindu velkomna í stjórn fyrirtæikisins. "Hún er frumkvöðull í rannsóknum á flóknum líffræðilegum kerfum og reynsla hennar mun nýtast okkur vel við að breyta uppgötvunum okkar á sviði mannerfðafræði í ný lyf. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem við Linda vinnum saman og ég lít á það sem forréttindi að fá að njóta krafta hennar hjá Íslenskri erfðagreiningu," segir Kári Stefánsson.

Dr. Linda Buck var áður prófessor við Harvard Medical School. Hún hlaut BS gráðu í lífeðlisfræði og örverufræði frá University of Washington, og PhD í ónæmisfræði frá University of Texas, Southwestern Medical Center í Dallas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×