Innlent

Vilja áhættumat fyrir olíuflutninga

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. MYND/Róbert

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að áhættugreining verði gerð vegna olíuflutning og hvetur samgönguyfirvöld til að hefjast handa við slíka vinnu. Mikið magn olíu fer um Hafnarfjörð í viku hverri og vilja bæjaryfirvöld að áhættugreining liggi fyrir svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð ef eitthvað kemur upp á.

Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ segir að afleiðingar óhapps í flutningum með hættulegan farm geti verið margvíslegar. "Ekki er endilega víst við umferðaróhapp hjá olíuflutningabíl að eldur komi upp, heldur gæti olían einfaldlega lekið ofan í ræsi og hugsanlega valdið olíumengun á viðkvæmu lífríki m.a. Lækjarins í Hafnarfirði eða friðlandsins við Ástjörn. Tiltölulega auðvelt ætti hins vegar að vera að koma í veg fyrir alvarlegar umhverfislegar afleiðingar af olíuleka með viðeigandi aðgerðum og mikilvægt að sem fyrst sé unnin víðtæk áhættugreining af hálfu samgönguyfirvalda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×