Innlent

Snákar og byssur fundust í Kópavogi

Snákar, hass og skammbyssur fundust við húsleit í Kópavogi í nótt, ekki þó húsinu fremst á myndinni.
Snákar, hass og skammbyssur fundust við húsleit í Kópavogi í nótt, ekki þó húsinu fremst á myndinni.

Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt.

Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað.

Lögreglan naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina. Tveir menn voru handteknir á staðnum, en sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum. Lögreglan lagði hald á byssurnar, sem voru loftskambyssa og gasskambyssa ásamt tilheyrandi skotfærum.Einnig um 300 grömm af hassi, auk lítilræðis af amfetamíni. Snákarnir bíða þess nú á dauðadeild lögreglunnar, að verða aflífaðir uppi á Keldum í dag. Snákar hafa nokkrum sinnum áður fundist hér á landi, einkum í tengslum við fíkniefnamál, eins og núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×