Reading stefnir hraðbyri upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en liðið valtaði yfir Brighton, 5-1 í 1. deild í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á af varamannabekknum á 73. mínútu en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur með Reading í talsverðan tíma eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
Reading er með 56 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Sheffield Utd sem er í 2. sæti eftir 3-0 sigur á Burnley í dag. Watford er í 3. sæti, 17 stigum á eftir Reading.