Velgjörðarmenn og snobb 12. desember 2005 17:10 Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar