Fleiri minnisvarða! Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. desember 2005 17:28 Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun