Innlent

Gripinn með nokkur kíló af hassi í Leifsstöð

Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið tekinn með nokkur kíló af hassi í fórum sínum í Leifsstöð. Þetta er mesta magn af hassi sem tekið hefur verið á einum manni það sem af er árinu.

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann hassið í fórum mannsins, sem er útlendingur, þegar hann kom til landsins síðasliðinn föstudag og var hann handtekinn í framhaldinu. Á laugardaginn var hann í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku.

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli vinnur að rannsókn málsin en verst allra frétta að svo stöddu. Ekki fékkst því uppgefið hversu mörg kílóin voru sem maðurinn var gripinn með né hvaðan hann var að koma.

Undanfarin ár hafa smygltilraunir aukist í aðdraganda jóla. Tollverðir þurfa því ekki eingöngu að halda vöku sinni gagnvart kaupgöðum Íslendingum með mikinn farangur heldur virðist heldur einnig smyglurum sem reyna að nota sér aukið álag í jólaösinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×