Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica.
Leikirnir fara fram dagana 21.-22. febrúar og 7.-8. mars og hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman.
Chelsea | - | Barcelona |
Rangers | - | Villareal |
Benfica | - | Liverpool |
Real Madrid | - | Arsenal |
Werder Bremen | - | Juventus |
Bayern Munchen | - | AC Milan |
PSV | - | Lyon |
Ajax | - | Inter |