Innlent

Hæstiréttur sýknaði ríkið

Hæstiréttur vísaði til máls Gunnars Péturssonar gegn ríkinu frá 1998 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að innheimta iðnaðarmálagjalds fæli ekki í sér skylduaðild að Samtökum iðnaðarins.
Hæstiréttur vísaði til máls Gunnars Péturssonar gegn ríkinu frá 1998 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að innheimta iðnaðarmálagjalds fæli ekki í sér skylduaðild að Samtökum iðnaðarins.

Hæstiréttur sýknaði ríkið í gær af kröfu manns sem vildi að álagning iðnaðarmálagjalds á rekstur hans á árunum 2001 til 2004 yrði felld úr gildi.

Gjaldið rennur til Samtaka iðnaðarins til að vinna að eflingu iðnaðar. Maðurinn taldi að álagning gjaldsins væri ígildi skylduaðildar og bryti í bága við stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi. Hæstiréttur sagði gjaldið ekki vera styrk til Samtaka iðnaðarins heldur skal því varið til ákveðinna verkefna og því feli innheimta gjaldsins ekki félagaaðild í sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×