Erlent

Hamfarirnar í Pakistan 8. október

Náttúruhamfarirnar í Pakistan ýttu, af einhverjum orsökum, minna við umheiminum en til dæmis flóðbylgjan í Indlandshafi. En á síðustu fimmtíu árum hafa einungis tveir jarðskjálftar ollið meira manntjóni. Tölurnar tala sínu máli; þrjár milljónir misstu heimili sín, 800 þúsund manns hafa ekki komist í húsaskjól og milli sjötíu og níutíu þúsund manns létu lífið. Og hugsanlega er það bara byrjunin því nú er vetur að ganga í garð fyrir alvöru og menn óttast enn frekara mannfall ef ekki tekst að koma fólki í skjól á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×