Innlent

Reykjavík fær langmest fé

Tæpar 390 milljónir af þeim 417 milljónum sem Reykjavík fær úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru vegna húsaleigubóta.
Tæpar 390 milljónir af þeim 417 milljónum sem Reykjavík fær úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru vegna húsaleigubóta. MYND/Vilhelm
Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta.

 

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir tvo milljarða, 750 milljónir króna til sveitarfélaga landsins á næsta ári. Stærstur hluti, um 1.800 milljónir króna, er vegna lækkunar fasteignaskatta utan höfuðborgarsvæðisins eftir að reglum um skattstofna var breytt fyrir fáeinum árum.

Reykjavík fær allra sveitarfélaga mest úr jöfnunarsjóði, rúmar 400 milljónir króna. Næst koma Kópavogur með 204 milljónir og Reykjanesbær með 161 milljón króna.

Mjóafjarðarhreppur fær lægst framlög, tæpar fjögurhundruð þúsund krónur, og Helgafellssveit og Fáskrúðsfjarðarhreppur innan við níu hundruð þúsund krónur. Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur heyra raunar sögunni til því þeir hafa sameinast í Húnavatnshreppi ásamt fleiri sveitarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×