Orðaður við Liverpool

Franski varnarmaðurinn Jonhathan Zebina hjá Juventus hefur nú verið orðaður við Liverpool, en þessi 27 ára gamli leikmaður lék áður með Roma og Cagliari. Hann hefur átt fast sæti í franska landsliðinu undanfarið, en það er löngu vitað að Rafa Benitez hjá Liverpool er að leitast við að styrkja vörn liðs síns þó það hafi ekki fengið á sig mörg mörk upp á síðkastið.