Kristján Þór vill fyrsta sætið 22. desember 2005 10:29 Kristján Þór á fundi. MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. Þessu lýsir Kristján Þór yfir í fréttatilkynningu sem hann var að senda frá sér. Hún er svohljóðandi: "Ég hef ákveðið að gefa kost á mér áfram sem oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og set því stefnuna á 1. sæti í prófkjöri flokksins þann 11. febrúar næstkomandi. Að því loknu hyggst ég leggja mig allan fram, ásamt félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum, um að vinna að glæstum árangri flokksins á Akureyri í næstu bæjarstjórnarkosningum. Ég hef ítrekað verið spurður að því undanfarnar vikur hvort ég hyggist gefa kost á mér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kosningum til Alþingis vorið 2007. Í því sambandi vil ég taka fram: Þegar ég tilkynnti um framboð mitt til varaformanns Sjálfstæðisflokksins sl. haust lýsti ég því yfir að ég stefndi að því að næsta viðfangsefni mitt á pólitískum vettvangi yrði að leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri til forystu í bæjarstjórn að loknum kosningum vorið 2006. Þessi skoðun mín hefur ekkert breyst. Jafnframt lýsti ég því yfir að ég hefði alla tíð haft áhuga á því að takast á við ný og ögrandi verkefni á pólitískum vettvangi. Meðan sá áhugi er fyrir hendi þá útiloka ég ekki neitt það viðfangsefni sem kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kunna að fela mér í framtíðinni. Á meðan mér er falið umboð til að vinna að framfaramálum í þágu Akureyringa skiptir það mig höfuðmáli að hafa sem víðtækan stuðning við úrlausn þeirra verkefna sem unnið er að hverju sinni. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við þá ákvörðun mína að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ég óska Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs." Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. Þessu lýsir Kristján Þór yfir í fréttatilkynningu sem hann var að senda frá sér. Hún er svohljóðandi: "Ég hef ákveðið að gefa kost á mér áfram sem oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og set því stefnuna á 1. sæti í prófkjöri flokksins þann 11. febrúar næstkomandi. Að því loknu hyggst ég leggja mig allan fram, ásamt félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum, um að vinna að glæstum árangri flokksins á Akureyri í næstu bæjarstjórnarkosningum. Ég hef ítrekað verið spurður að því undanfarnar vikur hvort ég hyggist gefa kost á mér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kosningum til Alþingis vorið 2007. Í því sambandi vil ég taka fram: Þegar ég tilkynnti um framboð mitt til varaformanns Sjálfstæðisflokksins sl. haust lýsti ég því yfir að ég stefndi að því að næsta viðfangsefni mitt á pólitískum vettvangi yrði að leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri til forystu í bæjarstjórn að loknum kosningum vorið 2006. Þessi skoðun mín hefur ekkert breyst. Jafnframt lýsti ég því yfir að ég hefði alla tíð haft áhuga á því að takast á við ný og ögrandi verkefni á pólitískum vettvangi. Meðan sá áhugi er fyrir hendi þá útiloka ég ekki neitt það viðfangsefni sem kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kunna að fela mér í framtíðinni. Á meðan mér er falið umboð til að vinna að framfaramálum í þágu Akureyringa skiptir það mig höfuðmáli að hafa sem víðtækan stuðning við úrlausn þeirra verkefna sem unnið er að hverju sinni. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við þá ákvörðun mína að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ég óska Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs."
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira