Hinn 29 ára gamli Mark Delaney hjá Aston Villa hefur farið fram á það opinberlega að vera seldur frá félaginu því honum þykir sem liðið hafi engan áhuga á að gera við sig nýjan samning. Delaney er landsliðsmaður Wales og á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Villa, en David O´Leary stjóri Villa, segist ekki vilja semja við hann nema hann komi sér í betra form en verið hefur.
"Það sem Mark þarf er að koma sér í gott form svo hann nái stöðugleika í spilamennsku sína. Ef hann gerir það, sýnir hann ekki bara okkur, heldur einnig hugsanlegum liðum sem gætu haft áhuga á honum hvað í hann er spunnið," sagði David O´Leary, stjóri Villa.