Viðskipti innlent

Sextánföld umframeftirspurn í útboði Avion

Magnús Þorteinsson, stjórnarformaður Avion Group
Magnús Þorteinsson, stjórnarformaður Avion Group MYND/E.Ól.

Hlutafjárútboði Avion Group til fagfjárfesta lauk klukkan fjögur í dag. Alls óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa hluti í félaginu fyrir ríflega 100 milljarða króna að söluvirði sem er sextánföld umframeftirspurn.

Selt var nýtt hlutafé að söluverðmæti 10 milljarðar króna á genginu 38,3 til fagfjárfesta. Meðal kaupenda voru allir helstu lífeyrissjóðir landsins, auk verðbréfasjóða og fjárfestingafélaga.

Magnús Þorteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu breiður hópur fjárfesta tók þátt í útboðinu. Þessi gríðarlegi áhugi efli félagið og starfsfólk þess í áframhaldandi sókn um allan heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×