Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá 28. desember 2005 19:00 MYND/Teitur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira