Innlent

Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss

MYND/Róbert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn.

Enginn skaðaðist brunanum en reykur barst inn á stigagang fjölbýlishússins og inn í eina íbúð. Hvort tveggja þurti að reykræsta en að sögn slökkviliðs eru skemmdir óverulegar. Eldsupptök liggja ekki fyrir en grunur leikur á að eldinn megi rekja til þess að óvarlega var farið með flugelda, eins og algengt er á þessum tíma árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×