Telur ekki að samstaða muni aukast 15. maí 2005 00:01 Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira