Niðurstaða staðfesti hroðvirkni 7. september 2005 00:01 Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira