Davíð hættir í stjórnmálum 7. september 2005 00:01 Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira