Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, vísar því á bug að hann hafi átt þátt í því að heimsmeistarinn Fernando Alonso hafi ákveðið að semja við McLaren árið 2007. Briatore er einnig umboðsmaður Alonso, en það var Briatore sem tók Alonso undir sinn verndarvæng hjá liðinu á sínum tíma og gaf honum tækifæri, sem á endanum varð til þess að Alonso varð heimsmeistari aðeins 24 ára gamall.
"Ég kom hvergi nálægt þessari ákvörðun hans, hvorki á beinan, né óbeinan hátt. Alonso hafði sjálfur samband við McLaren og öfugt og hann hefur ákveðið að snúa sér annað eftir að samningur hans rennur út á næsta ári," sagði Briatore.