Hafnar samsæriskenningum 14. ágúst 2005 00:01 Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Baugsmálið Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira