Tvær kenningar um árásina 10. júlí 2005 00:01 Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira