Sport

Ekkert óeðlilegt gerðist

Anders Frisk, sænski dómarinn í leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, hefur skilað inn leikskýrslu sinni frá leiknum til UEFA. Í henni kemur skýrt fram að Frank Rijkaard hafi ekki stigið fæti inn í búningsklefa sænska dómarans og að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Jose Mourinho hefur haldið því fram að Rijkaard hafi haft áhrif á dómgæsluna í síðari hálfleik með hrópyrðum hans á Frisk en sá sænski segir að Rijkaard hafi aðeins vera að biðjast afsökunar fyrir að hafa gleymt að heilsa honum fyrir leik. Talsmaður UEFA segir þetta hafa verið staðfest af nokkrum fulltrúum UEFA sem voru í göngunum í hálfleik. "Þeir sáu Rikjaard biðjast afsökunar fyrir að hafa ekki óskað honum gott kvöld. Frisk bauð honum gott kvöld á móti og þá var þeirra samtali lokið," segir talsmaðurinn. Þar sem ekki stendur stafur um óæskilega hegað Rikjaards í skýrslu Frisks má búast við því að örlög opinberru kvörtunarinnar sem Chelsea sendi til UEFA séu ráðin - hún endar í ruslagámunum við höfuðstöðvar UEFA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×