Phoenix 1 - San Antonio 4 2. júní 2005 00:01 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák). NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira
San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák).
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira