Tryllt árás í miðbænum 19. apríl 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira