Lífið

Ráðist gegn raka í veggjum

"Yfirleitt vantar drenlagnir meðfram eldri húsum því í gömlum hverfum er yfirleitt einfalt skólpkerfi og allar þakrennur fara beint inn á það. Þegar kjallari er niðurgrafinn getur myndast raki í veggjunum. Þá er eina ráðið að veita vatninu frá húsinu með svokallaðri drenlögn. Drenlögn er rör með götum sem vatnið fer niður um í þar til gerðan brunn og þaðan út í klóakkbrunninn. Við gröfum hringinn í kringum húsið og förum niður fyrir neðstu plötuskil. Það er misjafnlega djúpt eftir því hversu kjallarinn er djúpur. Við reynum líka að fara niður á fastan og burðarhæfan jarðveg og þurfum stundum að fylla í skurðinn aftur með möl. Síðan setjum við 4 tommu rör hringinn í kringum húsið og inn á hana fara þakrennur og öll niðurföll utan dyra. Síðan er útbúinn brunnur með vatnslás við hlið skólpbrunnsins." Athygli vekur að lítil laukblóm lenda í skóflu gröfumannsins innan um grjóthnullunga og mold og þegar haft er orð á því segir Sigmundur að blóm eigi að vera utar á lóðinni. "Blómum fylgir alltaf dýralíf og raki þannig að þau eiga ekki heima alveg við húsveggi. Þar á að vera möl," eru hans lokaorð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.