Bjarni á leið til Frakklands 19. apríl 2005 00:01 "Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
"Þetta hefur gengið bara voða vel og er eiginlega alveg komið í gegn. Ég var búinn að fá samninginn í hendurnar en það voru nokkur smáatriði sem ég vildi breyta og sendi hann því aftur út," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, sem hefur landað samningi hjá franska liðinu Créteil og er nýjasti atvinnumaður Íslands í handbolta. Frakkarnir hrifust af Bjarna og þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki verið undirritaður er hann svo gott sem í höfn. "Þeir eru búnir að tilkynna komu mína á heimasíðunni þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þessi smáatriði gangi ekki eftir. Þetta er eiginlega komið á hreint þannig að ég get slakað aðeins á og einbeitt mér að því að klára tímabilið með ÍR," segir Bjarni, sem hefur leikið með meistaraflokki ÍR síðustu sex ár. "Þetta verður tveggja ára samningur með tillit til þriðja árs. Það er gott að þetta séu bara tvö ár því maður fer varlega í sinn fyrsta samning," sagði Bjarni um samninginn sinn. Það er stórt takmark fyrir hornamanninn snjalla að vera á leiðinni út en hann verður 25 ára gamall í haust. "Það er frábært að vera á leiðinni út og það skiptir líka miklu máli að vera að fara til liðs þar sem mér líst mjög vel á allar aðstæður. Ég er líka mjög ánægður með að ég verð fyrsti hægri hornamaðurinn í liðinu og mun spila 60 mínútur í leik, sem mér finnst skipta miklu máli því það er ekkert gaman að dúsa á bekknum," sagði Bjarni en markmið félagsins er að vera meðal þeirra bestu í frönsku deildinni. "Þjálfarinn talaði um að liðið geti ekki keppt við Montpellier og viðlíka stórlið sem eru öll með 14 toppleikmenn. Þeir stefna á það að vera með níu toppleikmenn og treysta á þá til þess að spila deildina og geta unnið titil á næsta tímabili. Ég er mjög spenntur fyrir frönskum handbolta og er mjög hrifinn af því hvernig franska landsliðið spilar. Það spilar hörkuvörn og er skapandi í sókninni. Þjálfarinn talaði líka mikið um að leggja mikið upp úr því að búa til sterka liðsheild og að allir sem komi að liðinu taki þátt í að hjálpa Créteil að ná langt. Þeir eru enn á fullu að spila í deildinni þannig að það er nóg að gerast hjá þeim en ég gæti alveg séð mig klára þennan samning á næstu dögum," segir Bjarni, sem verður í eldlínunni í Eyjum í kvöld þegar ÍR-ingar sækja ÍBV heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira