Erlent

Írak: 130 látnir eftir morguninn

Eitthundrað og þrjátíu manns létu lífið og yfir eitthundrað og fimmtíu særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast hafa byrjað herferð sjálfsmorðsárása. Mannskæðasta árásin var gerð í Bagdad í dag þegar hryðjuverkamaður lokkaði stóran hóp atvinnulausra sjíta að sendiferðabíl sínum með loforðum um atvinnu. Þegar mannfjöldi hafði safnast í kringum bílinn sprengdi hann hann í loft upp. Í bílnum voru yfir tvö hundruð kíló af sprengiefni og eitthundrað og fjórtán manns biðu bana, auk þess sem hátt á annað hundrað særðust. Það var aðeins byrjunin því sprengjur hafa verið að springa í Bagdad í allan morgun. Al-Qaida samtökin segja að þau hafi byrjað herferð sjálfsmorðsárása til þess að hefna fyrir árásir bandarískra og írakskra hersveita á bæinn Tal Afar í grennd við sýrlensku landamærin. Tal Afar er eitt af víghreiðrum skæruliðanna og þar hafa yfir tvö hundruð vígamenn verið drepnir undanfarna daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×