Íslensku tónlistarverðlaunin í ellefta sinn 1. febrúar 2005 00:01 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira