Íslensku tónlistarverðlaunin í ellefta sinn 1. febrúar 2005 00:01 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira