Erlent

Hagnaður Apple fjórfaldast

Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust.>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×