Innlent

Dæmd fyrir vegabréfafals

Par á fertugsaldri frá Sri Lanka hefur verið dæmt í 45 daga fangelsi fyrir að hafa framvísað á Keflavíkurflugvelli fölsuðum vegabréfum á leið sinni vestur um haf. Með fólkinu í för var piltur sem talinn er vera 17 ára, einnig með fölsuð skilríki, en sökum aldurs sætti hann ekki ákæru. Eyjólfur Kristjánsson, deildarlögfræðingur hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, segir embættið hafa, í samvinnu við barnaverndaryfirvöld í Reykjanesbæ, gætt drengsins meðan grafist var fyrir um hans hagi. "Honum verður á næstu dögum komið aftur til foreldra sinna, en það er jafnt í samræmi við hans vilja og þeira," segir hann. Eftir að fólkið hefur lokið afplánun hér má gera ráð fyrir að því verði vísað úr landi, en þau voru stoppuð á Keflavíkurflugvelli 7. október. Fólkið játaði brot sín, en þau voru með vegabréf annars fólk þar sem búið var að skipta um mynd. Dómurinn var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness af Gunnari Aðalsteinssyni, héraðsdómara. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×