Metur lánstraustið óbreytt 23. febrúar 2005 00:01 Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira