Innlent

Neitar klámfengnum skilaboðum

Fyrrum kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi er ákærður af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn tveimur nemendum sínum. Aðalmeðferð málsins er lokið og verður dómur kveðinn upp þann 28. febrúar næstkomandi. Fyrrum kennarinn, sem er tæplega þrítugur, er sakaður um að hafa sært blygðunarsemi tveggja stúlkna sem hann kenndi. En hann sendi annarri þeirra 1267 smáskilaboð og voru fjölmörg þeirra klámfengin. Hinni stúlkunni sendi hann 2444 skilaboð og viðhafði hann klámfengið tal í fjölmörgum þeirra. Hann er líka ákærður fyrir að hafa beðið aðra stúlkuna um að sýna sér brjóstin, kysst hana og spurt hvort hún vildi eiga við hann munnmök. Þá er hann sagður hafa strokið læri og nára stúlkunnar. Maðurinn neitar sök að mestu þó hann játi að hafa sent svo mörg smáskilaboð til stúlknanna sem hann segir ekki hafa verið klámfengin heldur venjulegt spjall. Við rannsókn málsins bárust kvartanir frá fleiri stúlkum þó aðeins hafi verið talið hægt að ákæra í tveimur tilfellum. Maðurinn var einnig virkur í íþróttastarfi bæjarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×