Leituðu sannana fyrir skattsvikum 5. mars 2005 00:01 Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira