Gögn sanna sekt segir Jón Gerald 18. ágúst 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira