Bikarúrslit á menningarnótt 20. september 2005 00:01 Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun