Detroit 2 - Philadelphia 1 30. apríl 2005 00:01 Nordic Photos/Getty Images Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig. NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig.
NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira