Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi 30. apríl 2005 00:01 Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira