Viðskipti erlent

Boeing og Airbus berjast í Asíu

Flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing keppast nú við að selja flugfélögum í Asíu framleiðslu sína en eftirspurn flugfélaga í álfunni eftir flugvélum hefur aukist mikið með batnandi efnahag. Boeing, sem er bandarískt fyrirtæki, hefur að undanförnu misst fjölmarga samninga til evrópska samkeppnisaðilans Airbus. Boeing hefur þó gengið vel á Asíumarkaði og í síðustu viku gerði félagið tvo stóra samninga upp á 13 milljarða dollara, eða sem nemur um 800 milljörðum íslenskra króna, en Airbus reyndi einnig við þessa samninga. Keppnin er hörð milli þessara tveggja félaga og segja sérfræðingar það félag standa uppi sem sigurvegara sem nái meiri markaðshlutdeild á Asíumarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×