Innlent

Í Molanum í annað sinn

Árni Magnússon gerði sér ferð frá Eskifirði til að versla í Krónunni á Reyðarfirði fyrir helgina. Þetta var í annað sinn sem hann kom í Molann en hann var í hópi þeirra sem komu fyrir rúmlega viku síðan þegar verslunarmiðstöðin var opnuð. Árna leist mjög vel á verslun Krónunnar í Molanum, fyrst og fremst vöruúrvalið og verðið. "Þetta er gott verð og skemmtileg verslun," sagði hann og taldi tvímælalaust að matvöruverðið færi lækkandi með tilkomu Krónunnar. "Maður vonar að þetta haldist. Það eru sjálfsagt einhver opnunartilboð í gangi núna en maður vonar að þetta sé komið til að vera," sagði hann. Árni átti von á því að versla reglulega í Molanum en áður hefur hann keyrt í Bónus á Egilsstöðum til að kaupa inn. Hann var ánægður með framkvæmdirnar fyrir austan. Þungaflutningarnir trufluðu hann ekkert enda búsettur á Eskifirði og hann taldi jákvætt að fólki færi fjölgandi, bæði á Reyðarfirði og Eskifirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×