Sport

Tapaði áfrýjun sinni gegn Chelsea

Máli Adrian Mutu er loks að ljúka, en hann hefur náð að rétta nokkuð úr kútnum og er lykilmaður í frábæru liði Juventus
Máli Adrian Mutu er loks að ljúka, en hann hefur náð að rétta nokkuð úr kútnum og er lykilmaður í frábæru liði Juventus NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Adrian Mutu tapaði í dag áfrýjun sinni á hendur fyrrum liði sínu Chelsea á Englandi, en hann var rekinn frá félaginu og samningi hans sagt upp í október á síðasta ári, eftir að Rúmeninn varð uppvís að neyslu kókaíns.

Mutu vildi fyrir rétti meina að hann hefði ekki brotið ákvæði í samningi sínum við félagið þrátt fyrir að lyfjapróf hefði sýnt fram á að hann hefði neytt eiturlyfja, en því var algjörlega hafnað.

Chesea, sem keypti Mutu á hátt í 16 milljónir punda frá Parma á Ítalíu árið 2003, getur sótt um að fá sérstakar miskabætur fyrir að missa leikmanninn ef um það verður sótt sérstaklega hjá FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×