
Innlent
13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri

Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. Þau undur og stórmerki voru á Selfossi um sexleytið í morgun að þar sýndu hitamælar rúmlega sex stiga hita en götur voru hrímaðar og flughálar.