Erlent

Forsætisráðherraefni sjíta valið

Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum. Helsti keppinautur Jaafari um embættið var Ahmed Chalabi sem var náinn samstarfsmaður Bandaríkjanna þar til hann féll í ónáð og var sakaður um njósnir fyrir Íran. Hann dró framboð sitt til baka og í kjölfarið var Jaafari einróma tilnefndur forsætisráðherraefni. Öruggt þykir að hann hljóti embættið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×