Eiður hefur litlar áhyggjur 22. febrúar 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla." Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla."
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira