Hvenær er fyrsti maí? 20. apríl 2005 00:01 Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar